Landssamband eldri kylfinga (LEK) og Golfklúbbur Reykjavíkur halda LEK mót golfklúbba í flokki 65 ára og eldri, keppni hófst í morgun og verður leikið Korpúlfsstaðavelli 9. og 10. ágúst.
Leiknar verða 9 holur og lykkjan Áin verður leikin báða dagana.
Til leiks eru skráð 6 lið en þau eru GO, GR, NK, GK, GM og GKG. Leikið er í einum 6 liða riðli þar sem öll liðin mæta hvert öðru.
Fyrstu þrjár umferðirnar verða leiknar miðvikudaginn 9. ágúst og tvær síðustu umferðirnar daginn eftir.
Hægt verður að fylgjast með úrslitum leikja og stöðunni í keppninni á meðfylgjandi tengli.
Staða úrslita og leikja í LEK – 65 ára og eldri kvenna
Golfklúbbur Reykjavíkur