LEK mót í 1. deild golfklúbba 65+ var leikið í síðustu viku og urðu sveitir GR sigursælar. Keppni í karlaflokki fór fram í Öndverðarnesi og stóð sveit GR uppi sem sigurvegarar, í öðru sæti varð Nesklúbburinn og Golfklúbbur Suðurnesja í þriðja.
Sveit GR í karlaflokki var þannig skipuð:
- Hannes Eyvindsson
- Hans Isebarn
- Hörður Sigurðsson
- Jónas Kristjánsson
- Kolbeinn Kristinsson
- Óskar Sæmundsson
- Ragnar Ólafsson
- Sæmundur Pálsson
- Sigurjón Á. Ólafsson – liðsstjóri
Keppni í kvennaflokki fór fram á Korpunni og léku okkar konur því á heimavelli. Sigurvegarar í kvennaflokki varð sveit GKG, sveit GR varð í öðru sæti og GM í því þriðja.
Sveit GR í kvennaflokki var þannig skipuð:
- Guðrún Garðars
- Jóhanna Ingólfsdóttir
- Laufey V. Oddsdóttir
- Oddný Sigsteinsdóttir
- Stefanía M Jónsdóttir
- Margrét Geirsdóttir – liðsstjóri
Við óskum sveitum GR innilega til hamingju með frábæran árangur!
Golfklúbbur Reykjavíkur