Liðakeppni GR – Footjoy bikarinn

Sunnudaginn 11. Júní opnaði þriðju leggurinn á Korpu og því er hægt að bóka sérstaklega 9 holu legginn á vellinum. Þar með er ekkert því til fyrirstöðu að hefja hina árlegu liðakeppni GR. Kominn er nýr styrktaraðili að keppninni, Footjoy á Íslandi og mun liðakeppnin heita Footjoy bikarinn.

Lið geta skráð sig til leiks í gegnum golfboxið og er þátttökugjald 8.000 kr. á hvert lið. Liðsstjórar eru beðnir um að skrá golfbox númer amk 6 leikmanna en allt að 12 leikmenn geta tekið þátt í mótinu fyrir hvert lið.

Sem fyrr eru það 6 leikmenn sem leika hvern leik og leikið er á virkum kvöldum á 9 holu legg Korpu. Fyrst fer fram riðlakeppni og að henni lokinni verða 8 liða útsláttarkeppni leikin.

Við skráningu geta lið tiltekið allt að tvo vikudaga sem þau vilja ekki leika sína leiki í riðlakeppninni.

Þegar skráningu lýkur verða birtir leikdagar og rástímar í riðlakeppninni. Rástímarnir verða flestir á milli klukkan 19 og 20 á kvöldin.

Búið er að opna fyrir skráningu hér  https://tourentry.golfbox.dk/?cid=4051036

Liðakeppni GR 2023 – keppnisskilmálar