Liðakeppni öldunga – tveggja manna lið

Á síðasta ári var leikin í fyrsta skipti tveggja manna liðakeppni fyrir 65 ára og eldri.

Leikin er holukeppni 9 holur í hverjum leik. Samanlagðir punktar ráða úrslitum á hverri holu og leikir geta endað með jafntefli. Leikið á 9 holu legg Korpu hverju sinni og hafa keppendur val um að leika af teigstæði 52 eða 46, forgjöf er samkvæmt forgjafartöflu á viðkomandi teigum.

Leiknar verða 7 umferðir. Keppendur vita með um það bil 10 daga fyrirvara hvenær þar næsti leikur er svo ráðrúm gefist til þess að panta rástíma.

Eftir að búið er að tilkynna hvaða lið mætast í hverri umferð þurfa liðin að koma sér sem um leiktíma og bóka rástíma.

Þátttökugjald 2000 kr á lið (aðeins greitt við skráning, 1 skipti)

Ljúka þarf leik í hverri umferð innan eftirfarandi tímamarka:

  1. umferð leikin 1. – 10. júní
  2. umferð leikin 11. – 20. júní
  3. umferð leikin 21. júní  – 30. júní
  4. umferð leikin 1. júlí   – 16. júlí (lengri tími vegna meistaramóts)
  5. umferð leikin 17. – 31. júlí
  6. umferð leikin 1. – 10 ágúst
  7. umferð leikin 11. – 20 ágúst

Úrslitakeppni fjögurra efstu liðanna verður leikin frá 21. ágúst til 1. september

Í úrslitakeppninni mætast liðin í 1. og 4. sæti annars vegar og hins vegar liðin 2. og 3. sæti.

Sigurliðin í þeim leikjum leika til úrslita í keppninni.

Dregið verður um mótherja í fyrstu og annari umferð.

Eftir það er leikjum raðað eftir svokölluðu Monrad kerfi: Monrad kerfið virkar þannig að lokinni hverri umferð er liðunum sem eru næst hvert öðru að vinningum raðað saman miðað við stöðuna í mótinu hverju sinni. Aldrei er spilað við sama liðið  oftar en einu sinni. Ekki sést nákvæmlega hvaða lið spila saman í næstu umferð á eftir fyrr en öllum leikjum yfirstandandi umferðar er lokið.