Lokahóf barna og unglinga fór fram á miðvikudag

Lokahóf barna og unglinga var haldið á miðvikudag, fjölmargir iðkendur úr starfinu á aldrinum 6-18 ára mættu og tóku þátt í púttþrautum áður en haldið var inn á 2. hæð Korpunnar þar sem krakkarnir fengu sér pizzu og gos og verðlaunaafhending fór fram.

Veitt voru verðlaun fyrir árangur sumarsins í Icelandair Cargo mótaröðinni ásamt Grafarkotsmótaröð. Katla María Sigurbjörnsdóttir stóð uppi sem tvöfaldur sigurvegari en hún var stigahæst á báðum mótaröðunum.

Nú er komið hlé á æfingum fram í nóvember en hvetja þjálfarar iðkendur til að nýta vellina á meðan þeir eru opnir til að spila og fá tækifæri á að lækka forgjöfina.

Við þökkum Icelandair Cargo fyrir stuðninginn og hlökkum til að taka á móti ykkur aftur í nóvember.

Kær kveðja,
Þjálfarar