Lokahóf Golfa.is púttmótaraðar kvenna – Linda Björk púttmeistari

Þann 6.mars fór fram 6. umferð, úrslitahringur og lokahófa golfa.is púttmótaraðarinnar. Besta skor umferðar voru 27 högg og það voru Elísabet Traustadóttir og Marólína Erlendsdóttir sem náðu því flotta skori.

Í ár var ákveðið að prófa það fyrirkomulag að top 10 konur eftir 6. umferðir spila 1 úrslitahring. Eftir 6 umferðir voru þessar konur í top 10.

Elísabet Traustadóttir – 80 högg

Steinunn Sæmundsdóttir – 81 högg

Marólína Erlendsdóttir – 83 högg

Jenný Stefanía Jensdóttir – 83 högg

Guðrún Íris Úlfarsdóttir – 84 högg

Halldóra M Steingrímsdóttir – 84 högg

Ragna Fanney Óskarsdóttir – 84 högg

Ingunn Steinþórsdóttir – 85 högg

Linda Björk Bergsveinsdóttir – 85 högg

Þórdís Bragadóttir – 85 högg

(Guðrún Ólafsdóttir Ragnars var í top 10 en hún kom ekki svo Þórdís kom inn í top 10)

Leikinn var úrslitahringur og ljóst að Linda Björk lætur pressuna og áhorfendur ekki hafa áhrif á sig og spilaði frábæran hring.

Eftir úrslitahring varð niðurstaðan ljós og púttmeistari GR kvenna 2024 krýndur.

Úrslitin voru eftirfarandi:

  1. sæti – Linda Björk Bergsveinsdóttir – 26 högg
  2. sæti – Steinunn Sæmundsdóttir – 30 högg (betri seinni 9)
  3. sæti – Halldóra M Steingrímsdóttir – 30 högg

Í stað skorkortaverðlauna vorum við með lukkupútt eftir verðlaunaafhendingu. Það var skemmtileg tilbreyting.

Við þökkum golfa.is fyrir samstarfið. Hvetjum ykkur til að nýta ykkur afsláttinn sem hún gefur okkur fram á sunnudag. Kóðinn er púttmót – www.golfa.is

Næsta mót kvennanefndar verður golfhermamót í Golfhöllinni þann 20. apríl. Minnum á GR konu kvöld í Golfhöllinni á sunnudagskvöldum.