Þann 6.mars fór fram 6. umferð, úrslitahringur og lokahófa golfa.is púttmótaraðarinnar. Besta skor umferðar voru 27 högg og það voru Elísabet Traustadóttir og Marólína Erlendsdóttir sem náðu því flotta skori.
Í ár var ákveðið að prófa það fyrirkomulag að top 10 konur eftir 6. umferðir spila 1 úrslitahring. Eftir 6 umferðir voru þessar konur í top 10.
Elísabet Traustadóttir – 80 högg
Steinunn Sæmundsdóttir – 81 högg
Marólína Erlendsdóttir – 83 högg
Jenný Stefanía Jensdóttir – 83 högg
Guðrún Íris Úlfarsdóttir – 84 högg
Halldóra M Steingrímsdóttir – 84 högg
Ragna Fanney Óskarsdóttir – 84 högg
Ingunn Steinþórsdóttir – 85 högg
Linda Björk Bergsveinsdóttir – 85 högg
Þórdís Bragadóttir – 85 högg
(Guðrún Ólafsdóttir Ragnars var í top 10 en hún kom ekki svo Þórdís kom inn í top 10)
Leikinn var úrslitahringur og ljóst að Linda Björk lætur pressuna og áhorfendur ekki hafa áhrif á sig og spilaði frábæran hring.
Eftir úrslitahring varð niðurstaðan ljós og púttmeistari GR kvenna 2024 krýndur.
Úrslitin voru eftirfarandi:
- sæti – Linda Björk Bergsveinsdóttir – 26 högg
- sæti – Steinunn Sæmundsdóttir – 30 högg (betri seinni 9)
- sæti – Halldóra M Steingrímsdóttir – 30 högg
Í stað skorkortaverðlauna vorum við með lukkupútt eftir verðlaunaafhendingu. Það var skemmtileg tilbreyting.
Við þökkum golfa.is fyrir samstarfið. Hvetjum ykkur til að nýta ykkur afsláttinn sem hún gefur okkur fram á sunnudag. Kóðinn er púttmót – www.golfa.is
Næsta mót kvennanefndar verður golfhermamót í Golfhöllinni þann 20. apríl. Minnum á GR konu kvöld í Golfhöllinni á sunnudagskvöldum.