Lokahóf & verðlaunaafhending Meistaramóts haldið á laugardag

Lokahóf & verðlaunaafhending í Meistaramóti GR 2024 verður haldið á Korpunni næstkomandi laugardag, 13. júlí. Allir þátttakendur í Meistaramóti fá afhentan aðgöngumiða í lokahóf á síðasta keppnisdegi sem framvísa þarf hjá starfsfólki í veitingasölu þegar mætt er á laugardag.

Salurinn opnar kl. 18:00 og verður boðið upp á veitingar að hætti KH Klúbbhús, miðað við fjölda keppenda má reikna með að salurinn verði að minnsta kosti tvísetinn og því ekki úr vegi að mæta snemma og fylgjast með keppendum í meistaraflokk ljúka leik. Live-skor verður birt á skjá á báðum hæðum hússins, Jóhann Alfreð sér um veislustjórn og mun skemmta gestum frá kl. 18:00 á annari hæðinni.

Verðlaunaafhending er áætluð um kl. 21:00 og þegar klúbbmeistarar GR 2024 hafa verið krýndir mun DJ Gunni halda stemmningunni gangandi á fyrstu hæðinni til kl. 01:00 þegar húsið lokar.

Fyrir þá sem ekki taka þátt í mótinu en vilja mæta í Lokahóf –  borða og gleðjast með keppendum þá er hægt að kaupa miða í veitingasölu KH Klúbbhús á Korpu  og er miðaverð kr. 6.500.

Nokkur atriði:

  • 20 ára aldurstakmark er á svæðið
  • Ekki þarf að skrá sig sérstaklega í Lokahóf
  • Mikilvægt er að muna eftir aðgangsmiða

Hlökkum til að gleðjast með ykkur á lokahófi!
Golfklúbbur Reykjavíkur