Lykkjur Korpunnar – Sjórinn og Landið loka fyrir veturinn frá og með morgundeginum, 1. nóvember.
Það er frábært að geta boðið félagsmönnum upp á að hafa velli félagsins opna langt fram á haustið og gaman að sjá hve vel þeir rástímar sem hafa verið í boði eru nýttir.
Nú tekur við vetrarvinna vallarstarfsmanna á völlum félagsins en við minnum á að Thorsvöllur er opinn fyrir leik allt árið. Við hvetjum félagsmenn einnig til að mæta í hlýjuna í nýjum og endurbættum Básum þar sem hægt er að notast við Trackman tækni við æfingar og leik.
Við þökkum fyrir golftímabilið 2023.
Golfklúbbur Reykjavíkur