Sú nýjung er nú komin í Golfbox að kylfingar þurfa að staðfesta sig með QR kóða þegar mætt er í bókaðan rástíma.
- Opnaðu GolfBox appið í símanum.
- Veldu „Stafrænt kort“ neðst á skjánum eða undir „Forsíðan mín“.
- Í afgreiðslu golfklúbbsins er skjár með QR kóða sem þú skannar – sjá hér f. neðan
- Á skjánum birtast þá skilaboð um að þú hafir staðfest mætingu í rástímann.
Ath. Ef þú átt eftir að greiða fyrir rástímann þá koma upp skilaboð um að þú verðir að greiða fyrst í afgreiðslu áður en þú staðfestir.
Hjá Golfklúbbi Reykjavíkur verða skjáir með QR kóða staðsettir á eftirtöldum stöðum:
Grafarholt: Skjár til innskráningar verður staðsettur inni í klúbbhúsi og Ipad í golfverslun
Korpa: Skjár til innskráningar verður staðsettur í anddyri og Ipad í golfverslun
Vinsamlegast tryggið að síminn sé uppfærður með nýjustu útgáfu af Golfbox og að síminn leyfi notkun á myndavél í appinu. Komi upp einhver vandamál við innskráningu hafið þá samband við starfsfólk í afgreiðslu sem mun hjálpa þér.
Við bendum félagsmönnum á að hægt er að kynna sér Spurt & svarað um Golfbox á vef Golfsambandsins – hér
Golfklúbbur Reykjavíkur