Magnus Sunesson golfvallararkitekt og ráðgjafi gerir úttekt á Korpu

Félagsmenn hafa margir orðið varir við merkingar á Korpunni undanfarna daga. Hjá okkur hefur verið í heimsókn golfvallararkitekt og ráðgjafi frá Svíþjóð, Magnus Sunesson, sem hefur verið að taka út völlinn með tilliti til ásýndar, betrumbóta og áframhaldandi þróunar á næstu árum.

Magnus hefur gengið allar þrjár lykkjurnar – Sjóinn, Ána og Landið ásamt því að gera úttekt á Thorsvelli.  Spreyjaðar línur og lítil flögg eru tillögur hans að breyttum slætti brauta og svæða utan brauta.

Það hefur verið bæði gaman og áhugavert að heyra hugmyndir Magnusar. Hann mun svo vinna úr heimsókninni og skila endanlegum tillögum til okkar sem félagsmenn fá svo frekari fréttir af.

Golfklúbbur Reykjavíkur