Það var mikil spenna bæði í meistaraflokki karla og kvenna. 72 holur dugðu ekki til þess að krýna klúbbmeistara og þurfti bráðabana í báðum flokkum. Haraldur Franklín Magnús fagnaði klúbbmeistaratitlinum í annað sinn og Ásdís Rafnar fagnaði sínum fyrsta klúbbmeistaratitli.
Ásdís Rafnar og Þóra Sigríður öttu kappi við hvor aðra alla fjóra dagana og enduðu báðar á 305 höggum eftir 72 holur og þurfti því bráðabana til að skera úr um klúbbmeistara, þær spiluðu 18. holu Korpúlfsstaðavallar ekki einu sinni heldur tvisvar sinnum en í seinna skiptið hafði Ásdís betur og er klúbbmeistari GR í kvennaflokki. Í öðru sæti varð Þóra Sigríður Sveinsdóttir (eftir tap í bráðabana) á 305 höggum og í þriðja varð Ragnhildur Sigurðardóttir á 315 höggum.
Í karlaflokki voru nokkuð fleiri sem kepptu um titilinn en að loknum 72 holum enduðu Haraldur Franklín og Sigurður Blumenstein báðir á 279 höggum eða 7 höggum undir pari. Það þurfti því einnig bráðabana til að skera úr um hver yrði klúbbmeistari í karlaflokki. Þeir spiluðu 18. holu Korpúlfsstaðavallar hvorki meira né minna en þrisvar sinnum og í þriðja skiptið hafði Haraldur Franklín betur og er klúbbmeistari GR í karlaflokki. Í öðru sæti varð Sigurður Bjarki Blumenstein á 279 höggum (eftir tap í bráðabana) og í þriðja sæti varð Elvar Már Kristinsson á 284 höggum.
Sigurður Bjarki Blumeinstein átti einstakan lokahring á mótinu upp á 64 högg eða 8 högg undir pari vallarins og bogey (eða hærra skor) frían hring.
Fullt hús var á Lokahófi sem haldið var á Korpunni í gær þar sem 500 kallinn, Jón Sig, sá um að keyra upp gleðina sem Dj Búi sá svo um að halda á lofti að verðlaunaafhendingu lokinni og fram eftir kvöldi.
Öll úrslit úr þriggja og fjögurra daga keppni í mótinu má finna í mótaskrá á Golfbox en helstu úrslit úr fjögurra daga keppni mótsins urðu þessi:
50-64 ára konur fgj,0-16,4 | ||
1 | Ásta Óskarsdóttir | 335 |
2 | Líney Rut Halldórsdóttir | 353 |
3 | Áslaug Einarsdóttir | 392 |
50-64 ára karlar fgj.0-10,4 | ||
1 | Frans Páll Sigurðsson | 291 |
2 | Árni Páll Hansson | 298 |
3 | Magnús Bjarnason | 300 |
2.flokkur kvenna | |||
1 | Svenný Sif Rúnarsdóttir | 365 | |
2 | Freyja Öndunardóttir | 367 | |
3 | Guðrún Eiríksdóttir | 371 | |
2.flokkur karla | |||
1 | Björgvin Atli Júlíusson | 323 | |
2 | Arnar Freyr Reynisson | 329 | vann í bráðabana |
3 | Kristján Óskarsson | 329 | vann í bráðabana |
1.flokkur kvenna | |||
1 | Lára Hannesdóttir | 329 | |
2 | Sara Ágústa Sigurbjörnsdóttir | 333 | vann í bráðabana |
3 | Signý Martha Böðvarsdóttir | 333 | |
1.flokkur karla | |||
1 | Andri Elvar Guðmundsson | 305 | |
2 | Svavar Gauti Stefánsson | 311 | |
3 | Friðrik Geirdal Júlíusson | 313 | |
Meistaraflokkur kvenna | |||
1 | Ásdís Rafnar Steingrímsdóttir | 305 | vann í bráðabana |
2 | Þóra Sigríður Sveinsdóttir | 305 | |
3 | Ragnhildur Sigurðardóttir | 315 | |
Meistaraflokkur karla | |||
1 | Haraldur Franklín Magnús | 279 (-7) | vann í bráðabana |
2 | Sigurður Bjarki Blumenstein | 279(-7) | |
3 | Elvar Már Kristinsson | 284 |
Við óskum þeim Ásdísi Rafnar og Haraldi Franklín innilega til hamingju með klúbbmeistaratitlana einnig óskum við öðrum sigurvegurum til hamingju með sinn árangur.
Þriggja daga mót – Holtið – Holtið – Korpa
Þriggja daga mót – Korpa – Korpa – Holtið
Fjögurra daga mót – 2. fl kk&kvk og 50+ lægstu forgjafaflokkar
Fjögurra daga mót – Mfl kk&kvk og 1. fl kk&kvk
Einnig má sjá frétt um helstu úrslit úr barna- og unglingaflokkum hér og helstu úrslit úr öðrum flokkum í þriggja daga móti hér.
Við þökkum félagsmönnum frábæra meistaramótsviku!
Golfklúbbur Reykjavíkur