Skráning í Meistaramót GR 2022 stendur nú yfir og fer fram í mótaskrá á Golfbox. Mótið hefst næstkomandi sunnudag, 3. júlí og verður leikið fram til laugardagsins 9. júlí. Skráningu í Meistaramót lýkur fimmtudaginn 30. júní kl.12:00 – greiða þarf mótsgjald við skráningu. Innifalið í mótsgjaldi eru veitingar og skemmtun í lokahófi á laugardagskvöldi.
Athugið! Hámarksfjöldi í hvern flokk er 90 manns, ef full skráning verður ekki í alla flokka er hægt að fjölga í öðrum flokkum. Raðað er inn í flokka eftir skráningartíma.
Allar upplýsingar um Meistaramót má finna hér
Hlökkum til meistaramótsviku með ykkur kæru félagsmenn!