Meistaramót: Lokahóf barna og unglinga fer fram á 2. hæð Korpu þriðjudag 9. júlí

Lokahóf og verðlaunaafhending barna & unglinga í Meistaramóti GR 2024 fer fram á annari hæð Korpu þriðjudaginn 9. júlí kl. 18:00.

Allir keppendur fá afhenta aðgöngumiða fyrir mat í lokahóf þegar ræst er út á lokadegi í mótinu, framvísa þarf miðanum hjá veitingasala þegar mætt er í lokahóf.

Við hvetjum alla þátttakendur, foreldra og forráðamenn til að mæta í lokahóf og vera viðstödd verðlaunaafhendingu.

Hlökkum til að sjá ykkur!
Golfklúbbur Reykjavíkur