Meistaramótið í Betri bolta í samstarfi við Icelandair Cargo

Meistaramótið í Betri bolta verður leikið á Korpunni sunnudaginn 7. ágúst. Mótið er undankeppni fyrir lokamót Meistaramótsins í Betri bolta sem haldið er í Kiðjabergi 28. ágúst. Keppt er í betri bolta, 2 saman í liði (báðir þurfa að skrá sig í mótið) og leiknar eru 18 holur – Sjórinn/Áin. Þátttakendur frá ¾ forgjöf þar sem um betri bolta fyrirkomulag er að ræða.

Þrjú efstu liðin öðlast þátttökurétt á lokamótinu. Þátttaka í íslenska lokamótinu er þeim sem vinna sér inn sæti að kostnaðarlausu.

Skráning hefst föstudaginn 29. Júlí kl. 12:00 og fer fram með þessum hætti:
Skráning í mótið fer fram í rástímaskráningu í Golfbox og er eingöngu hægt að bóka tvo leikmenn (eitt lið) í hvert holl. Valinn er völlurinn „Meistaramótið í betri bolta“ hjá Golfklúbbi Reykjavíkur á dagsetningu mótsins 07.08.2022. ATH! Rástímarnir birtast á 5 mínútna fresti en þeir sem eru skráðir kl. 08:00 og 08:05 fara saman út kl. 08:00 – 08:10 og 08:15 fara saman út kl. 08:10 o.s.frv. Daginn fyrir mót verður réttur rástímalisti sendur á keppendur.

Þátttökugjald í undankeppninni á Korpu er kr. 6.000 pr. mann og greiðist við skráningu.

Sigurvegarar íslenska lokamótsins, og þar með fulltrúar Íslands í heimsmeistaramótinu öðlast rétt til að taka þátt í International Pairs mótinu Spáni sem er einn stærsti viðburður sinnar tegundar í heiminum og óopinber heimsmeistarakeppni áhugamanna í betri bolta.

Vinningshafarnir hljóta að launum þátttöku í allri umgjörð mótsins, fjórar nætur á glæsilegu hóteli, 3 golfhringi, uppihald, aðgang að viðburðum og að auki 70.000 kr gjafabréf fyrir flugi.

Vinningar og keppnisfyrirkomulag:

Þrjú efstu liðin hljóta í vinning þátttöku í lokamótinu í Kiðjabergi þann 28.ágúst, en vinningsliðið í lokamótinu fer á Heimsmeistaramótið í Betri bolta Spáni í nóvember 2022.

Að auki eru eftirfarandi vinningar fyrir þrjú efstu sætin:

1.sæti – 2* Nespresso Vertuo kaffivél- 20.000 kr gjafabréf hjá Selected – 2* rútur af Estrella bjór
2.sæti – 2* 10.000 kr gjafabréf á apótekið, gjafakarfa frá Lýsi
3.sæti – 2* 10.000 kr gjafabréf frá Selected

Nándarverðlaun á par 3 brautum: Gjafabréf fyrir tvo á velli GR og Boltakort í Bása

Verði lið jöfn ráðast úrslit þannig að fyrst telja síðustu sex holur, svo síðustu þrjár, síðasta hola og sé enn jafnt skal hlutkesti ráða úrslitum.

Hlökkum til að taka á móti ykkur á Korpunni!

Meistarmótið í Betri bolta & Icelandair Cargo
Reglubók Golfklúbbs Reykjavíkur – Skráning og mætingar í mót.
9.1
 Mótshaldara er heimilt að krefjast greiðslu þátttökugjalda við skráningu. Keppandi á ekki rétt á endurgreiðslu þátttökugjalds boði hann forföll til mótsstjórnar/nefndarinnar, síðar en kl. 18.00 daginn fyrir fyrsta keppnisdag.