Meistaramótsvikan í Básum – fríir upphitunarboltar

Meistaramótsvikan er framundan og munu margir félagsmenn nýta sér það að mæta á mottu í Básum til að æfa sveifluna fyrir hring. Boðið verður upp á fría upphitunarbolta alla mótsdaga og hvetjum við alla til að nýta sér það.

Básar verða opnir frá sunnudegi til föstudags frá kl. 06:00-22:00. Laugardaginn 9. júlí verður svo aftur opið skv. hefðbundnum opnunartíma, frá kl. 06:00-19:00.

Tökum vel á móti ykkur!
Starfsfólk Bása