MIÐNÆTURMÓTI GR X BRUTTA HEFUR VERIÐ AFLÝST
Miðnæturmót GR x BRUTTA fer fram laugardaginn 24. júní. Mótið er opið öllum félagsmönnum, konum jafnt sem körlum. Leikfyrirkomulag er Greensome. Tveir leika saman í liði. Báðir liðsmenn slá af teig en velja annan boltann og leika honum til skiptis þangað til hann er í holu.
Hæst er veitt forgjöf 32. Aldurstakmark er 20 ár. Leikið verður á Korpúlfsstaðavelli, leikhlutar Áin-Landið. Ræst verður út frá öllum teigum klukkan 19:00.
Burger + 1x bjór fyrir golfhring er innifalið í verði ásamt street food style mat eftir golfhring. Matur byrjar kl 17:00 í Korpu Klúbbhús. gengið er frá mótsgjaldi, kr. 6.900, hjá veitingasala þegar mætt er.
Glæsileg verðlaun frá BRUTTA eru veitt fyrir þrjú efstu sætin.
Ekki missa af þessum skemmtilega viðburði, búið er að opna fyrir skráningu inn á Golfbox undir mótaskrá.
Kvennanefnd GR í samstarfi við BRUTTA