Minnum á mikilvægi góðrar umgengni – við erum saman í liði!
Það hefur verið einstaklega ánægjulegt að fylgjast með þeim krafti og lífi sem ríkir nú á félagssvæði Golfklúbbs Reykjavíkur undanfarna daga. Rástímarnir hafa verið vel nýttir síðustu daga og greinilegt að kylfingar okkar hafa beðið spenntir eftir að komast aftur í golf.
Með aukinni umferð fylgja þó vissar áskoranir og því viljum við beina vinsamlegri ábendingu til allra okkar góðu félagsmanna:
Það skiptir máli fyrir völlinn, leikgleðina og alla upplifunina að við sýnum sameiginlega ábyrgð þegar kemur að umgengni.
Við minnum sérstaklega á:
- Að laga kylfuför á brautum og boltaför á flötum – þetta er fljótlegt, einfalt og gerir gæfumun fyrir þá sem á eftir koma.
- Að raka glompur vandlega eftir notkun – því miður hefur það verið ábótavant í byrjun sumarsins. Við biðjum alla um að leggja sitt af mörkum til að bæta þar úr.
Með því að huga að þessum þáttum tryggjum við að völlurinn haldist í sem bestum gæðum fyrir alla. Þetta eru einföld atriði – en þau skipta sköpum.
Við þökkum ykkur öllum fyrir góða byrjun á golfsumrinu.
Golfklúbbur Reykjavíkur