Mosóbikarinn 2023 fór fram á Hlíðavelli um helgina

Annað mót Stigamótaraðar GSÍ, Mosóbikarinn, var leikið á Hlíðavelli hjá Golfklúbbi Mosfellsbæjar dagana 16. – 18. júní, Birgir Björn Magnússon úr GK var sigurvegari mótsins á samtals -11 en jafnir í 2. – 3. sæti urðu Jóhannes Guðmundsson úr GR og Axel Bóasson úr GK, þeir luku leik á samtals -8.

Leikfyrirkomulag mótsins var höggleikur í flokki karla og kvenna, 54 holur leiknar, 18 holur á föstudegi, 18 holur á laugardegi og 18 holur á sunnudegi. Keppendur komu frá 14 mismunandi klúbbum víðsvegar af landinu og voru 9 þeirra með keppendur í kvenna – og karlaflokki.

Á vef Golfsambandsins kemur fram að óhætt sé að fullyrða að aldrei áður hafi jafnmargir leikmenn leikið samtals undir pari á þremur keppnishringjum af öftustu teigum á stigamótaröð GSÍ.

Lokastöðu og úrslit úr Mosóbikarnum má sjá hér

Við óskum sigurvegurum helgarinnar og okkar manni, Jóhannesi, til hamingju með flottan árangur!
Golfklúbbur Reykjavíkur