Mótaröð 70 ára og eldri 2024 – úrslit og samantekt frá sumrinu

Í sumar voru leiknar fimm umferðir í Mótaröð öldunga 70 ára og eldri. Allar umferðir voru leiknar á 9 holu lykkjum Korpu.  Keppt var í bæði karla- og kvennaflokki, þar sem veitt voru verðlaun fyrir 3 efstu sætin í punktakeppni og einnig voru veitt verðlaun fyrir besta skor í höggleik án forgjafar. Sami keppandi gat ekki unnið bæði punktakeppni og höggleik í hverju móti fyrir sig.

Veitt voru verðlaun fyrir hvert mót fyrir sig en aðalkeppnin var um sigur á mótaröðinni þar sem 3 bestu skor hvers keppanda giltu til úrslita. Tæplega 80 keppendur tóku þátt á mótaröðinni í sumar.

Keppnin var jöfn og spennandi. Í höggleik án forgjafar sigraði Hans Óskar Isebarn og 136 höggum og einu höggi þar á eftir kom Friðgeir Guðnason. Í kvennaflokknum í höggleik án forgjafar sigraði Ingveldur B Jóhannesdóttir á 136 höggum en næstar á 137 höggum voru þær Kristín Ólafía Ragnarsdóttir og Anna Sigurjónsdóttir.

Í punktakeppni var það Anna Sigurjónsdóttir sem sigraði á 55 punktum, í öðru sæti á 52 punktum var Sonja Þorsteinsdóttir og í þriðja sæti var Margrét Eiríksdóttir á 48 punktum.

Í punktakeppni karla var það Friðgeir Guðnason sem sigraði á 54 punktum, í öðru sæti á jafnmörgum punktum var Guðmundur Stefán Jónsson og í þriðja sæti var Reynir Vignir á 52 punktum, en Ingi Þórðarson hlaut sama punktafjölda.

Að loknu lokamótinu, sem leikið var síðasta föstudag, fór fram verðlaunaafhending bæði fyrir lokamótið og mótaröðna í heild.

Mótin dreifðust yfir sumarið og fór fyrsta mótið fram 14. júní, mót nr. 2 var haldið 27. júní, þriðja mótið var 19. júlí, mót nr. 4 var 9. ágúst og 5. og síðasta mótið fór fram föstudaginn 6. september.

Sigurvegarar í einstökum mótum 2024 í hvorum flokki fyrir sig voru eftirfarandi:

Við þökkum keppendum öllum fyrir þátttökuna í sumar og óskum sigurvegurum til hamingju með sinn árangur.

Golfklúbbur Reykjavíkur