Fimmta og síðasta umferðin í Mótaröð öldunga 70 ára og eldri verður leikin á 9 holum Korpunnar næstkomandi föstudag, 6. september. Lykkja dagsins verður Landið. Að móti loknu fer fram verðlaunaafhending í veitingasal Korpu og stigameistarar sumarsins verða krýndir.
Stöðu á stigalista mótaraðarinnar má sjá hér:
Ennþá er hægt að skrá sig til leiks í lokaumferðina á föstudag og hvetjum við alla til að taka þátt og ljúka sumrinu með okkur!
Golfklúbbur Reykjavíkur