N1 Unglingamót 15-18 ára verður haldið dagana 7. – 8. september á Korpúlfsstaðavelli hjá Golfklúbbi Reykjavíkur. Mótið er 54 holur. Mótið er lokamót 18 ára og yngri á Stigamótaröð GSÍ og Golf14 á tímabilinu og má finna skráningarhlekk hér neðst í frétt.
Í flokki 15-18 ára er keppt í höggleik án forgjafar og verða lykkjurnar Sjórinn/Áin leiknar. Að 36 holum loknum er leikmönnum fækkað um 30% og því 70% þeirra leikmanna sem eru með besta skor í hvorum flokki halda áfram keppni á sunnudegi.
Á laugardeginum verða allir ræstir út af öllum teigum samtímis kl.8:00 og svo aftur kl.14:00, sömu ráshópar halda sér á fyrsta og öðrum hring. Á milli umferða verður hamborgaraveisla fyrir alla keppendur. Á sunnudegi er ræst út frá kl.8:00 eftir skori.
Æfingahringir verða á föstudegi frá kl.15-18 og er hægt að bóka rástíma með því að hringja í síma 585-0203.
Allir keppendur fá teiggjöf, drykk og orkustykki með hverjum hring. Keppendur fá fría bolta í Básum báða keppnisdagana, Básar verða opnir frá kl. 6:00 fyrir keppendur.
Keppt er samkvæmt gildandi reglugerð um stigamót unglinga og móta- og keppendareglum GSÍ.
Golf 14 í samtarfi við N1
Flokkur 13-14 ára í Golf 14 leikur höggleik án forgjafar dagana 7. og 8. september – alls 36 holur og verða leiknar 18 holur Landið/Landið báða dagana. Hámarksforgjöf í flokki 14 ára og yngri kk er 30 og hámarksforgjöf í flokki 14 ára og yngri kvk er 36.
Keppt er samkvæmt gildandi móta- og keppendareglum GSÍ.
Flokkur 12 ára og yngri í Golf 14 leika 9 holur á Landinu, laugardag og sunnudag.
Að hring loknum á laugardegi verður boðið upp á hamborgaveislu fyrir keppendur.
Æfingahringir verða á föstudegi frá kl.15-18 og er hægt að bóka rástíma með því að hringja í síma 585-0203.
Allir keppendur fá teiggjöf, drykk og orkustykki með hverjum hring. Keppendur fá fría bolta í Básum báða keppnisdagana, Básar verða opnir frá kl. 6:00 fyrir keppendur.
Golf14 er hugsað sem fyrsta skref og stuðningur við keppnisþátttöku ungra kylfinga. Mótið er ekki stigamót og en mótið gildir til forgjafar.
Áherslan í Golf 14 er að læra leikinn og mismunandi leikform hans og er aðal markmiðið að hafa gaman og njóta góðra stunda á golfvellinum.
Þjálfarar, liðstjórar og foreldrar ungmenna eru hvattir til að mæta og taka virkan þátt í að gera mótið sem skemmtilegt fyrir þátttakendur með leiðbeinandi og jákvæðu hugarfari í kringum mótin.