Nettó Áskorendamót og Unglingamótaröðin – flottur árangur hjá kylfingum GR

Nettó Áskorendamótið og Nettó Unglingamótaröðin var leikin í byrjun mánaðarins hjá GKG – Golfklúbbi Kópavogs og Garðabæjar.

Nettó Áskorendamótið er hluti af Áskorendamótaröð GSÍ og voru alls 61 kylfingar sem tóku þátt og spiluðu 9 holur á Mýrinni í blíðskaparveðri. Á mótaröðinni er þar lagt upp með að keppendur læri leikinn og hafi gaman af því að spila en mótaröðin er fyrst og fremst hugsuð sem vettvangur fyrir unga kylfinga til að taka sín fyrstu skref í keppnisgolfi.

Keppt var í fjórum aldursflokkum, bæði hjá stelpum og strákum. Kylfingar úr Golfklúbbi Reykjavíkur stóðu sig frábærlega og var það Tómas Númi Sigurbjörnsson úr GR sem sigraði í flokki 10 ára og yngri flokkinn og Ísak Hrafn hafnaði í 3. sæti.

Í Nettómóti Unglingamótaraðarinnar sigraði Erna Steina Eysteinsdóttir úr GR í flokki 14 ára og yngri stúlkna með þremur höggum. Í flokki 17-21 árs drengja voru það kylfingar úr GR sem enduðu í 3 efstu sætunum, Tómas Eiríksson Hjaltested sigraði flokkinn með tveimur höggum á Arnór Tjörvia Þórsson sem hafnaði í 2. sæti og að lokum var það Jóhann Frank Halldórsson sem hafnaði í 3. sæti.

Allar upplýsingar um mótin – lokastöðu og skor keppenda má sjá hér:

Nettó Áskorendamótaröð – úrslit

Nettó Unglingamótaröðin – úrslit

Frábær árangur hjá ungum og upprennandi kylfingum klúbbsins – til hamingju öll!
Golfklúbbur Reykjavíkur