Nýliða- og háforgjafarmót GR Kvenna verður haldið á Korpu (Landið) laugardaginn 29. júlí 2023 og verður ræst út frá kl. 10:00-11:00.
Mótið er 9 holur og er eingöngu fyrir kylfinga með 32 eða hærra í forgjöf. Þetta er því kjörið tækifæri fyrir nýliða innan GR Kvenna sem og þær sem eru að stíga sín fyrstu skref í því að taka þátt í golfmóti.
Leikfyrirkomulagið er punktakeppni og er mótsgjaldið kr. 2.000 en í því er innifalin teiggjöf. Mótsgjald skal millifæra inn á reikning 0370-22-045208, kt. 230781-3899 (Guðrún Íris) – ATH! ekki dugar að millifæra mótsgjald nema að skráning í mótið hafi átt sér stað.
Gert er svo ráð fyrir að GR Konur geti hist eftir mótið í Golfskálanum í Korpu til að spjalla og jafnvel fá sér léttar veitingar. Er þetta því kjörið tækifæri fyrir nýliða og aðrar GR konur til að kynnast nýjum konum og eignast fleiri spilafélaga.
Um takmarkaðan fjölda holla er að ræða og eru áhugasamar því hvattar til að skrá sig sem fyrst en opnað verður fyrir skráningu í GolfBox mánudaginn 24. júlí kl. 14.00.
Verðlaun verða veitt fyrir 1. 2. og 3. sæti og nándarverðlaun á einni par 3 braut.
Við hlökkum til að sjá ykkur sem flestar.
Kvennanefnd GR