Ólafur Björn Loftsson, afreksstjóri Golfsambands Íslands, valdi á dögunum 43 leikmenn í landsliðshóp GSÍ og á Golfklúbbur Reykjavíkur 10 í þeim hópi.
Leikmennirnir koma frá 10 klúbbum – þar af einum frá Svíþjóð. Flestir koma frá GR, GM og GKG.
Yngstu leikmennirnir eru fæddir árið 2009 og sá elsti er fæddur árið 1988. Meðaldur hópsins er 19 ár en allir leikmenn hópsins eru áhugakylfingar þar sem að atvinnukylfingar eru ekki gjaldgengir í verkefnin sem íslensku landsliðin taka þátt í.
Sjá frétt á golf.is með lista yfir þá leikmenn sem eiga sætl í landsliðshóp