Önnur umferð í sumarmótaröð kvenna fór fram 12.júní

Önnur umferð í sumarmótaröð GR kvenna og TA Sport Travel ( https://tasport.is/) fór fram á Holtinu síðasta mánudag og tóku 110 konur þátt að þessu sinni.  Núna hefur allt skor verið skráð inn og er hægt að sjá stöðuna hérna

Tvær konur voru bestar á mánudag, báðar með 41 punkt og voru það þær Hafdís Hafsteinsdóttir og Doneira Velez Agudelo.

Næstar holu voru svo á 11.braut, Linda Björk Bergsveinsdóttir 2,21 m og á 17.braut.  Kristi Jo Jóhannsdóttir 49 cm.   Óskum þeim til hamingju með það.

Ein skorkortaverðlaun voru dregin út (sjá comment) og sú heppna var Anna Karen Hauksdóttir og fær hún í verðlaun 18 holu golfhring fyrir 4 á Hamarsvöll í Borganesi.   Þessi verðlaun verður hægt að nálgast upp á Korpu næsta mánudag í golfverslun.

Næsta umferð fer svo fram á Korpu, mánudaginn 19 júní og þá verður líka dregið úr skorkortum hringir á valda velli.

 

Kveðja,

Kvennanefnd GR