Laugardaginn 29. apríl ætlar Golfklúbbur Reykjavíkur að halda opið hús á Korpu og koma okkur í gírinn fyrir komandi sumar – opið verður frá kl. 11:00-15:00.
Félagsmenn geta mætt og kynnt sér almenna starfsemi klúbbsins, meðal þess sem verður í boði er eftirfarandi:
- Afhending pokamerkja
- Boltakort í Bása á 30% afslætti
- Starfsfólk ÍSAM mætir og býður upp á mátun og pöntun á klúbbfatnaði með afslætti
Klúbbalínu GR 2023 má sjá hér – FJ – klúbbfatnaður GR - Þjálfarar barna- og unglingastarfs verða á staðnum og fræða okkur um æfingar og golfnámskeið verða í boði í sumar
- Þrautir fyrir krakkana – pútt/leikir
- Kvennanefnd GR verður á staðnum frá kl. 13:00-15:00 og kynnir kvennastarfið
- Kynning á félagsstarfi – Holukeppni og Liðakeppni GR
- Kynning á Trackman, hvernig hægt er að ná í appið og nýta það til æfinga í Básum
- Lengsta drive í Trackman – karla- og kvenna
- Yfirvallarstjóri verður á staðnum og gefur félagsmönnum nýjustu upplýsingar um framkvæmdir og ástanda valla
Ath! þau sem ætla að láta reyna á keppni um lengsta drive ættu að hafa kylfuna sína með til að auka möguleikana, kylfur verða einnig á staðnum.
Léttar veitingar verða í boði – kaffi, kleinur og eitthvað fyrir krakkana.
Hlökkum til að sjá ykkur!
Golfklúbbur Reykjavíkur