Opna Aukakrónur 2023 – úrslit

Veðurguðirnir tók vel á móti keppendum í Opna Aukakrónur sem leikið var á Grafarholtsvelli í gær, sunnudag. Mótið er eitt það vinsælasta sem haldið er hjá Golfklúbbi Reykjavíkur á hverju sumri og komust færri að en vildu, alls voru 192 keppendur skráðir til leiks og hélt fyrsta holl af stað kl. 08:00.

Bjarki Pétursson lék á besta skorinu eða 63 höggum en veitt eru verðlaun fyrir 4 efstu sætin í höggleik og 15 efstu í punktakeppni í karla- og kvennaflokki. Í punktakeppni karla urðu þrír jafnir á 41 punkti, það eruð þeir Sigurður Jónsson, Ingólfur Þór Ágústsson og Örvar Þór Sveinsson, Sigurður var bestur á síðustu 6 holunum og hlýtur því fyrstu verðlaun, Örvar Þór varð svo betri á seinni 9 og endar í 2. sæti. Aðeins munaði einum punkti á tveimur efstu í punktakeppni kvenna en þar sigraði Þórunn Elfa Bjarkadóttir á 39 punktum.

Öll úrslit úr mótinu má sjá í mótaskrá á Golfbox en helstu úrslit úr mótinu má sjá hér:

Höggleikur:

  1. Bjarki Pétursson, 63 högg
  2. Örn Ævar Hjartason, 70 högg
  3. Árni Freyr Sigurjónsson, 71 högg
  4. Halldór Viðar Gunnarsson, 72 högg

Punkakeppni – karlar:

  1. Sigurður Jónsson, 41 punktur (bestur á síðustu 6)
  2. Ingólfur Þór Ágústsson, 41 punktur (betri á seinni 9)
  3. Örvar Þór Sveinsson, 41 punktur
  4. Róbert Arnar Reynisson, 40 punktar (bestur á síðustu 6)
  5. Árni Steinar Stefánsson, 40 punktar (betri á síðustu 3)
  6. Davíð Georgsson, 40 punktar (betri á seinni 9)
  7. Eiður Ísak Broddason, 40 punktar
  8. Jón Sævar Brynjólfsson, 39 punktar (betri á síðustu 6)
  9. Örn Ævar Hjartarson, 39 punktar (betri á síðustu 6)
  10. Emil Hilmarsson, 39 punktar
  11. Magnús Bjarnason, 38 punktar (betri á seinni 9)
  12. Ernir Steinn Arnarson, 38 punktar
  13. Stefán Atli Agnarsson, 37 punktar (betri á síðustu 6)
  14. Arnar Freyr Guðmundsson, 37 punktar
  15. Davíð Viðarsson, 36 punktar

Punktakeppni – konur:

  1. Þórunn Elfa Bjarkardóttir, 39 punktar
  2. Arnfríður I. Grétarsdóttir, 38 punktar
  3. Birna Bjarnþórsdóttir, 35 punktar (best á seinni 9)
  4. Elísabet Valdimarsdóttir, 35 punktar (betri á seinni 9)
  5. Helga Þorvaldsdóttir, 35 punktar
  6. Kolbrún Klara Gísladóttir, 34 punktar (best á seinni 9)
  7. Fanney Sjöfn Sveinbjörnsdóttir, 34 punktar (betri á seinni 9)
  8. Helga Friðriksdóttir, 34 punktar (betri á seinni 9)
  9. Ásta Kristín Valgarðsdóttir, 34 punktar
  10. Halla María Svansdóttir, 33 punktar (betri á seinni 9)
  11. Laufey Valgerður Oddsdóttir, 33 punktar (best á síðustu 6)
  12. Auður Valdimarsdóttir, 32 punktar (best á síðustu 3)
  13. Arna Magnúsdóttir, 32 punktar (best á síðustu holu)
  14. Rakel Þorsteinsdóttir, 32 punktar (betri á síðustu 3)
  15. Elsa Nielsen, 32 punktar

Nándarverðlaun:

2.braut – Daði Arnarson, 1,72m
6.braut – Pétur Andri Ólafsson, 2,24m
11.braut – Bergur Þorkelsson, 1,55m
17.braut – Helga Kristín Gunnlaugsdóttir, 1,18m

Við þökkum keppendum kærlega fyrir daginn og óskum vinningshöfum til hamingju með sinn árangur í mótinu.

Haft verður samband við vinningshafa Aukakróna og Smass/Stél gjafabréfa –  aðra vinninga úr mótinu verður hægt að nálgast á skrifstofu klúbbsins frá kl. 12:00 þriðjudaginn 15. ágúst.

Golfklúbbur Reykjavíkur í samvinnu við Aukakrónur Landsbankans

ATH! Vinninga verður hægt að nálgast á skrifstofu klúbbsins til 30. september 2023