Opna Aukakrónur leikið á Grafarholtsvelli í dag – úrslit

Opna Aukakrónur var leikið í mildu veðri á Grafarholtsvelli í dag. Ræst var út frá kl. 8:00 og voru tæplega tvöhundruð kylfingar skráðir til leiks. Veglegar teiggjafir voru afhentar keppendum – hálskragi, boltar og tí og gátu keppendur nýtt sér upphitunarbolta í Básum fyrir leik ásamt því að fá hamborgara og gos hjá KH klúbbhús að leik loknum.

Keppt var í punktakeppni karla og kvenna auk þess sem veitt eru verðlaun fyrir besta skor í báðum flokkum. Guðrún Brá Björgvinsdóttir kom inn á besta skori dagsins, samtals 67 höggum eða -4 og sigrar þar með höggleik í kvennaflokki. Guðmundur Örn Gylfason sigraði í karlaflokki en hann lauk leik á pari vallarins, 71 höggi.

Landsbankinn mun draga út þrenn útdráttarverðlaun og verður póstur sendur keppendum með tilkynningu um þá sem hljóta vinninga.

Verðlaun eru veitt fyrir 14 efstu í punktakeppni karla og kvenna og má sjá úrslitin hér:

Karlar – punktakeppni:

  1. Arnar Freyr Reynisson, 41 punktur – betri á seinni 9
  2. Arnar Bogi Jónsson, 41 punktur
  3. Haukur Lárusson, 40 punktar – betri á seinni 9
  4. Björn Þorláksson, 40 punktar
  5. Hallur Flosason, 39 punktar
  6. Ásmundur Atlason, 38 punktar – bestur á seinni 9
  7. Guðmundur R. Guðmundsson, 38 punktar – bestur á síðustu 6
  8. Örn Árnason, 38 punktar – bestur á seinni 9
  9. Trausti Eiríksson, 38 punktar – betri á seinni 9
  10. Jón Haukur Jónsson 38 punktar
  11. Tómas Þór Þórðarson, 37 punktar – bestur á seinni 9
  12. Magnús Jónsson, 37 punktar – betri á seinni 9
  13. Ómar Örn Óiafsson, 37 punktar
  14. Guðlaugur Orri Stefánsson, 36 punktar – bestur á seinni 9

 

Konur – punktakeppni

  1. Sigríður Söebech, 37 punktar – betri á seinni 9
  2. Arna Magnúsdóttir, 37 punktar
  3. Helga Þorvaldsdóttir, 36 punktar – best á seinni 9
  4. Heiðrún Jóhannsdóttir, 36 punktar – betri á síðustu 6
  5. Arnfríður I. Grétarsdóttir, 36 punktar
  6. Elín Jóhannesdóttir, 35 punktar, best á seinni 9
  7. Sigrún Sigurðardóttir, 35 punktar, betri á seinni 9
  8. Rakel Þorsteinsdóttir, 34 punktar, betri á seinni 9
  9. Soffía Dögg Halldórsdóttir, 34 punktar
  10. Auður Valdimarsdóttir, 32 punktar – betri á síðustu 6
  11. Irmý Rós Þorsteinsdóttir, 32 punktar
  12. Halla María Svansdóttir, 31 punktur – best á seinni 9
  13. Ingibjörg St. Ingjaldsdóttir, betri á seinni 9
  14. Birna Ágústsdóttir, 31 punktur

Nándarverðlaun:

  • 2.braut – Guðrún Brá Björgvinsdóttir, 81cm
  • 6.braut – Kristófer Eyleifsson, 201cm
  • 11.braut – Elín Ólafs, 77cm
  • 17.braut – Björn Þorláksson, 106cm

Við þökkum keppendum öllum fyrir þátttökuna og óskum vinningshöfum til hamingju með sinn árangur.

Landsbankinn mun hafa samband við vinningshafa Aukakróna og millifæra. Hægt verður að vitja annara vinninga á skrifstofu GR frá og með þriðjudegi 13. ágúst. Ath! vinninga þarf að sækja fyrir 30. september næstkomandi.

Golfklúbbur Reykjavíkur í samstarfi við Aukakrónur Landsbankans