Opna Aukakrónur – úrslit

Opna Aukakrónur 2022 var leikið í blíðskapaveðri á Grafarholtsvelli í dag, fullbókað var í mótið og voru fyrstu keppendur ræstir út kl. 08:00 í morgun. Keppt var í höggleik þar sem verðlaun eru veitt fyrir 4 efstu, besta skor dagsins átti Arnór Ingi Finnbjörnsson úr GR, sem lauk leik á 64 höggum.

Í punktakeppni var keppt í karla- og kvennaflokki og verðlaun veitt fyrir 13 efstu í hvorum flokki fyrir sig auk þess sem nándarverðlaun eru veitt fyrir þann sem næstur er holu á öllum par 3 brautum vallarins. Öll úrslit dagsins má sjá í mótaskrá á Golfbox en helstu úrslit dagsins urðu þessi:

Höggleikur:

 1. Arnór Ingi Finnbjörnsson – GR, 64 högg
 2. Dagbjartur Sigurbrandsson – GR, 65 högg
 3. Elvar Már Kristinsson – GR, 67 högg
 4. Jóhannes Guðmundsson – GR, 68 högg

Punktakeppni karla:

 1. Davíð Jónsson – GSG, 41 punktur (betri á seinni 9)
 2. Sigurður Júlíus Leifsson – GR, 41 punktur
 3. Jón Haukur Jónsson – GBR, 40 punktar
 4. Hjalti Rúnar Sigurðsson – GO, 39 punktar
 5. Gunnar Ingi Björnsson – GM, 38 punktar (bestur á seinni 9)
 6. Daði Friðriksson – GK, 38 punktar (betri á seinni 9)
 7. Unnar Hólm Ólafsson – GV, 38 punktar (betri á síðustu 6)
 8. Ragnar Geir Hilmarsson – GKG, 38 punktar (betri á seinni 9)
 9. Jóhann Sölvi Júlíusson – GR, 38 punktar
 10. Sighvatur Dýri Guðmundsson – GKG, 37 punktar (betri á seinni 9)
 11. Sigþór Hilmisson – GÖ, 37 punktar
 12. Stefán Rósar Esjarsson – GM, 36 punktar (betri á seinni 9)
 13. Styrmir Erlendsson – GR, 36 punktar (bestur á síðustu 6)

Puntkakeppni kvenna:

 1. Ásdís Valtýsdóttir – GR, 39 punktar
 2. Laufey Valgerður Oddsdóttir – GR, 37 punktar
 3. Irmý Rós Þorsteinsdóttir – GG, 36 punktar (best á seinni 9)
 4. Bjargey Aðalsteinsdóttir – NK, 36 punktar (betri á síðustu 6)
 5. Anna Sólveig Snorradóttir – GK, 36 punktar
 6. Berglind Rut Hilmarsdóttir – GO, 35 punktar (betri á síðustu 3)
 7. Erna Steina Eysteinsdóttir – GR, 35 punktar
 8. Harpa Ægisdóttir – GR, 34 punktar
 9. Steinunn Sæmundsdóttir – GR, 33 punktar (best á seinni 9)
 10. Júlíana Guðmundsdóttir – GR, 33 punktar (betri á seinni 9)
 11. Ragnheiður H. Ragnarsdóttir – GKG, 33 punktar (jöfn)
 12. Þórunn Elfa Bjarkadóttir – GR, 33 punktar (jöfn)
 13. María Björk Pálsdóttir – GKG, 33 punktar (jöfn)

Nándarverðlaun:

2.braut – Ásdís Valtýsdóttir, 124cm
6.braut – Hjalti S. Sigurbjörnsson, 61cm
11.braut – Stefán Rósar Esjarsson, 183cm
17.braut – Anna Snædís Sigmarsdóttir, 198cm
18.braut – Goði Már Daðason, 66cm

Við þökkum keppendum kærlega fyrir daginn og óskum vinningshöfum til hamingju með sinn árangur í mótinu.

Haft verður samband við vinningshafa Aukakróna, aðra vinninga úr mótinu verður hægt að nálgast vinninga á skrifstofu klúbbsins frá kl. 12:00 þriðjudaginn 16. ágúst.

Golfklúbbur Reykjavíkur í samvinnu við Aukakrónur Landsbankans

ATH! Vinninga verður hægt að nálgast á skrifstofu klúbbsins til 30. september 2022