Opna FootJoy 2022 – úrslit

Tæplega 200 keppendur voru skráðir til leiks í Opna FootJoy 2022, sem leikið var á Grafarholtsvelli í dag. Hitastigið minnti aðeins á haustið þegar fyrstu keppendur mættu til leiks en ræst var út frá kl. 08:00. Hákon Örn Magnússon úr Golfklúbbi Reykjavíkur kom inn á besta skori í karlaflokki, 64 höggum það Margrét Jóna Eysteinsdóttir úr Golfklúbbi Reykjavíkur var á besta skori í kvennaflokki, 80 höggum.

Öll úrslit úr mótinu má sjá í mótskrá á Golfbox en helstu úrslit urðu þessi:

Punktakeppni karla:

  1. Davíð Ómar Sigurbergsson (GBR), 41 punktur
  2. Hinrik Þráinsson (NK), 40 punktar – betri á seinni 9
  3. Ottó Leifsson (GF), 40 punktar

Punktakeppni kvenna

  1. Alda Harðardóttir (GR), 38 punktar
  2. Valgerður Jóhannsdóttir (GK), 36 punktar
  3. Erna Guðmundsdóttir (GMS), 35 punktar – betri á seinni 9

Besta skor kk. – Hákon Örn Magnússon (GR) – 64 högg

Besta skor kvk. – Margrét Jóna Eysteinsdóttir (GR) – 80 högg

Nándarverðlaun:
2.braut – Leifur Kristjánsson, 0,89m
6.braut – Stefán Guðjónsson, 0,0m – hola í höggi!
11.braut – Baldur Viðar Baldursson, 0,53m
17.braut – Arnór Már Atlason, 2,66m
18.braut – Ólafur Ingvar Guðjónsson, 2,07m

Lengsta drive 3.braut – Hákon Örn Magnússon

Við þökkum keppendum kærlega fyrir daginn og óskum vinningshöfum til hamingju með sinn árangur í mótinu. Haft verður samband við vinningshafa fyrir kl. 12:00 á miðvikudag, 3. ágúst.

Golfklúbbur Reykjavíkur í samvinnu við ÓJK-ÍSAM ehf. og FJ