Opna Icelandair leikið á Korpu 15. júní – skráning hefst miðvikudag kl. 13:00

Opna Icelandair verður haldið á Korpúlfsstaðavelli laugardaginn 15. júní. Leikfyrirkomulag mótsins er punktakeppni og verður Leikið í tveimur flokkum, karla- og kvennaflokki. Hámarksforgjöf er 24 hjá körlum og 28 hjá konum. Lykkjur mótsins verða Landið/Áin.

Glæsileg verðlaun verða veitt fyrir 4 efstu sætin í hvorum flokki. Einnig verða veitt verðlaun fyrir besta skor og nándarverðlaun á öllum par 3 holum. Keppendur fá afhenta léttan nestispakka ásamt teiggjöf út á völl.

Verðlaun í Opna Icelandair:

Kvennaflokkur

 1. 75 þúsund króna inneign hjá Icelandair
 2. 50 þúsund króna inneign hjá Icelandair
 3. 20 þúsund króna inneign hjá Icelandair
 4. 20 þúsund króna inneign hjá Icelandair

Karlaflokkur

 1. 75 þúsund króna inneign hjá Icelandair
 2. 50 þúsund króna inneign hjá Icelandair
 3. 20 þúsund króna inneign hjá Icelandair
 4. 20 þúsund króna inneign hjá Icelandair

Besta skor: 50 þúsund króna inneign hjá Icelandair og hringur fyrir fjóra á völlum GR

Nándarverðlaun:

 • 13.braut: 25 þúsund Vildarpunktar hjá Icelandair
 • 17.braut: 25 þúsund Vildarpunktar hjá Icelandair
 • 22.braut: 25 þúsund Vildarpunktar hjá Icelandair
 • 25.braut: 25 þúsund Vildarpunktar hjá Icelandair

Skráning fer fram á Golfbox og hefst kl. 13:00, miðvikudaginn 5. júní. Mótsgjald kr. 6.400 greiðist við skráningu.

Reglubók Golfklúbbs Reykjavíkur – Skráning og mætingar í mót
9.1
 Mótshaldara er heimilt að krefjast greiðslu þátttökugjalda við skráningu. Keppandi á ekki rétt á endurgreiðslu þátttökugjalds boði hann forföll til mótsstjórnar/nefndarinnar, síðar en kl. 18.00 daginn fyrir fyrsta keppnisdag.  Mótsstjóri er Dóra Eyland, dora@grgolf.is

Golfklúbbur Reykjavíkur í samstarfi við Icelandair