Opna Icewear – Úrslit úr mótinu

Fyrsta opna mót sumarsins, Opna Icewear var haldið í dag laugardaginn 28.maí á Korpu. Sólin skein skært í dag en örlítið vindasamt var á vellinum. Lykkjur mótins voru Sjórinn/Áin og var ræst út frá kl.8. Rúmlega 120 manns tóku þátt og var baráttan mikill enda flott verðlaun í boði. Veitt voru verðlaun fyrir fyrstu fjögur sætin í punktakeppni karla og kvenna, besta skor og nándarverðlaun á öllum par 3 holum vallarins.

Úrslitin voru eftirfarandi:

Punktakeppni karla:

 1. Einar Logi Eiðsson GKG 42 punktar
 2. Arnór Einarsson GO 39 punktar (fleiri punktar á seinni 9)
 3. Björn Malmquist GKG 39 punktar
 4. Kristján Þór Sverrisson GBR 38 punktar

Punktakeppni kvenna:

 1. Hlín Elfa Birgisdóttir GR 45 punktar
 2. Sigríður Jónsdóttir GR 40 punktar
 3. Gerða Kristín Hammer GG 36 punktar (fleiri punktar á síðustu 6)
 4. Stefanía Eiríksdóttir GM 36 punktar

Besta skor: Kristinn Sölvi Sigurgeirsson 71 högg

Nándarverðlaun:

 • 3.braut: Björn Ingi Edvardsson GH 3,21 m
 • 6.braut: Hlín Elfa Birgisdóttir GR 1,76 m
 • 9.braut: Hlín Elfa Birgisdóttir GR 1,97 m
 • 13.braut: Ari Gylfason GSG 1,65 m
 • 17.braut: Þorkell Már Einarsson GB 3,89 m

Við þökkum keppendum öllum fyrir þátttökuna í dag og óskum vinningshöfum í mótinu til hamingju með sinn árangur. Hægt verður að nálgast vinninga á skrifstofu klúbbsins frá og með mánudegi, 30. maí.

Golfklúbbur Reykjavíkur & Icewear

ATH! Vinninga er hægt að nálgast á skrifstofu klúbbsins til 30. september 2022