Opnað fyrir leik á 9 holur og golfbílaumferð leyfð frá og með sunnudegi

Það er ánægjulegt að kynna frekari opnanir á völlum félagsins fyrir félagsmönnum en frá og með sunnudeginum 11. júní mun opna fyrir leik inn á 9 holur á Korpunni, opnað verður fyrir rástímabókanir kl. 20:00 á miðvikudag, 7. júní.

Á sunnudag verður golfbílum einnig hleypt inn á báða velli félagsins. Hafa skal í huga að ástand valla er ekki eins og við eigum að venjast á þessum árstíma og þeir kylfingar sem nýta golfbíl við leik beðnir um að fylgja þeim reglum fast eftir sem settar eru um golfbílaumferð.

Við minnum á mikilvægi þess að ganga vel um vellina sem eru sameiginleg eign okkar allra og hjálpast að við að ganga frá þeim kylfu- og boltaförum sem myndast við leik.

Kveðja,
Golfklúbbur Reykjavíkur