Opnað hefur verið fyrir skráningar í barna- og unglingastarf klúbbsins fyrir árið 2023. Gengið er frá skráningu og greiðslu í gegnum XPS félagakerfi og er hægt að nýta frístundastyrk sveitafélaganna til greiðslu.
Barna- og unglingastarf klúbbsins fer fram undir handleiðslu vel menntaðra PGA golfkennara sem leggja metnað sinn í að kynna allar hliðar golfíþróttarinnar fyrir ungmennum. Mikið er lagt upp úr því að auka færni og hjálpa þeim að mótast sem kylfingar og einstaklingar í heilbrigðu umhverfi.
Hægt er að velja á milli skráningar i heilsárs- og hálfsársæfingar
Smellið hér til að fara á skráningarsíðu
Heilsársæfingar | jan-des | kr. 75.000 |
Hálfsársæfingar | jún-des | kr. 45.000 |
Vel er tekið á móti nýjum iðkendum og er öllum velkomið að koma og prufa æfingar hjá okkur. Við vonumst til að sem flestir finni sig vel í starfinu og hafi gaman af því að stunda golfæfingar í góðra vina hópi.
Frekari upplýsingar um barna- og unglingastarf má finna hér á vefnum undir Börn & unglingar
Kveðja,
Þjálfarar