Opnun valla GR

Golfvellir Golfklúbbs Reykjavíkur, Grafarholt og Korpa, verða opnaðir laugardaginn 27. maí næstkomandi.

Vellirnir okkar koma mjög seint undan vetri þetta árið. Veturinn sem leið var mjög kaldur og langur frostakafli á bera jörð í marsmánuði hefur reynst völlunum erfiður. Klaki náði djúpt niður í jarðveginn og er enn að síga úr brautum á báðum völlum.

Víða á völlunum eru miklar kalskemmmdir og hafa vallarstarfsmenn unnið hörðum höndum við að yfirsá flatir og settir hafa verið gróðurdúkar yfir sumar þeirra. Óvenju margir teigar og brautarpartar eru líka illa farnir og víða er enn mikil bleyta í brautum, þar sem klaki er að bráðna úr jarðveginum.  Af þessum ástæðum og í samræmi við ráðgjöf vallarstjóranna okkar treystum við okkur ekki til að opna vellina fyrr.

Fyrirkomulag opnunar og skráning rástíma á Golfbox verður kynnt þegar nær dregur.

Golflúbbur Reykjavíkur