Vellir félagsins hafa nú opnað og félagsmenn fengið kost á að spila Grafarholt og Korpu – Sjóinn/Ána um helgina. Um næstu helgi verður Opnunarmót GR 2023 leikið á Grafarholtsvelli og hefst skráning í mótið á Golfbox mánudaginn 29. maí kl. 12:00.
Opnunarmótið er innanfélagsmót. Leikfyrirkomulag mótsins er punktakeppni. Hæst er gefin forgjöf 24 hjá körlum og 28 hjá konum. Leikið er í tveimur flokkum 0-14 og 14,1 og hærra. Mótsgjald er kr. 3.900 og greiðist við skráningu. Veitt verða verðlaun fyrir 3 efstu sætin í hverjum flokki og verðlaun fyrir besta skor.
Verðlaun í Opnunarmóti GR 2023:
Forgjöf 0 – 14
1. sæti: Footjoy peysa og bolur, Gullkort í Bása og 20.000 króna gjafabréf hjá 66°Norður
2.sæti: Footjoy peysa, Gullkort í Bása og 15.000 króna gjafabréf hjá 66°Norður
3.sæti: Footjoy bolur, Gullkort í Bása og 10.000 króna gjafabréf hjá 66°Norður
Forgjöf 14,1 – og hærra
1. sæti: Footjoy peysa og bolur, Gullkort í Bása og 20.000 króna gjafabréf hjá 66°Norður
2.sæti: Footjoy peysa, Gullkort í Bása og 15.000 króna gjafabréf hjá 66°Norður
3.sæti: Footjoy bolur, Gullkort í Bása og 10.000 króna gjafabréf hjá 66°Norður
Besta skor: GR merkt Footjoy peysa og bolur, Gullkort í Bása og 20.000 króna gjafabréf hjá 66°Norður
Nándarverðlaun á öllum par 3: Gullkort í Bása og 10.000 króna gjafabréf hjá 66°Norður
Keppendur geta mætt í Bása fyrir leik og hitað upp fyrir hringinn í boði klúbbsins.
Reglubók Golfklúbbs Reykjavíkur – Skráning og mætingar í mót.
9.1 Mótshaldara er heimilt að krefjast greiðslu þátttökugjalda við skráningu. Keppandi á ekki rétt á endurgreiðslu þátttökugjalds boði hann forföll til mótsstjórnar/nefndarinnar, síðar en kl. 18.00 daginn fyrir fyrsta keppnisdag. Mótsstjóri er Harpa Ægisdóttir, harpa@grgolf.is