Opnunarmót Grafarholts leikið í fallegu veðri í dag – úrslit

Það voru tæplega 190 keppendur sem mættu til leiks í Opnunarmót Grafarholts sem leikið var í dag. Grafarholtsvöllur tók fallega á móti kylfingu og þótt hitastigið hafi ekki verið hátt þá lék veðrið við okkur í allan dag, sól og nánast logn. Ræst var út frá kl. 08:00 til 15:00 og var það Tómas Eiríksson Hjaltested sem kom inn á besta skorinu, 63 höggum.

Úrslit í Opnunarmóti Grafarholts 2024 urðu þessi:

Forgjöf 0-14

  1. Benedikt Lárusson, 42 punktar
  2. Sigurður Óli Sumarliðason, 41 punktur
  3. Francis Jeremy Aclipen, 39 punktar (betri á seinni 9) 

Forgjöf 14,1 og hærra

  1. Sigurður Guðni Snæland, 44 punktar
  2. Sigurður Helgi Hlöðversson, 41 punktur
  3. Brynjar Már Karlsson, 39 punktar (betri á seinni 9)

Besta skor: Tómas Eiríksson Hjaltested, 63 högg

Nándarverðlaun:

2.braut: Rúnar S. Guðjónsson, 45cm
4.braut: Friðrik Geirdal Júlíusson – 280cm
6.braut: Einar Long – 55cm
11.braut: Herborg Arnardóttir – 108cm
17.braut: Ernir Sigmundsson – 44cm

Við þökkum keppendum öllum fyrir þátttökuna í dag og óskum vinningshöfum til hamingju með árangurinn. Haft verður samband við vinningshafa.

Golfklúbbur Reykjavíkur