Föstudaginn 22. mars verður haldið páskabingó fyrir eldri kylfinga klúbbsins, 60 ára og eldri. Bingó eldri kylfinga eru haldin reglulega yfir vetrartímann og eru það eldri kylfingar klúbbsins sem standa fyrir viðburðunum.
Bingó hefst stundvíslega kl. 10:30 og fer fram í veitingasal Korpu. Það er ávallt vel mætt á þennan viðburð og flottir vinningar í boði. Í lokin er dregið úr bingóspjöldum og geta því allir átt von á vinning.
Við hvetjum alla félagsmenn sem náð hafa 60 ára aldri til að mæta og gera sér glaðan dag.
Hlökkum til að sjá ykkur og gleðjast saman í páskabingó!
Golfklúbbur Reykjavíkur