Perla Sól í 6. sæti á sterku áhugamannamóti á Englandi

Perla Sól Sigurbrandsdóttir og Helga Signý Pálsdóttir úr Golfklúbbi Reykjavíkur tóku þátt á sterku áhugamannamóti sem leikið var á Enville golfsvæðinu á Englandi síðastliðna helgi. Perla Sól var á meðal 10 efstu alla þrjá keppnishringina en hún lauk leik á 227 höggum (77-75-75) sem skilaði henni í 6. sæti á samtals 11 höggum yfir pari.

Helga Signý lauk leik á samtals 259 höggum (87-88-84) eða 43 höggum yfir pari og hafnaði í 77. sæti. Alls tóku 90 keppendur þátt en sigurvegari mótsins varð Gracel Crawford frá Skotlandi sen lék hringina þrjá á 220 höggum (73-75-72) eða á 4 höggum yfir pari.

Við óskum þessum ungu og efnilegu kvenkylfingum klúbbsins til hamingju með sinn árangur á móti helgarinnar.

Hér má sjá lokastöðu mótsins

Golfklúbbur Reykjavíkur