Perla Sól Sigurbrandsdóttir, GR, keppir á Girls Amateur Championship sem fram fer dagana 15.-20. ágúst en hún lagði af stað þangað strax að loknu Íslandsmóti á sunnudag þar sem hún endaði jöfn í 2. – 4. sæti.
Alls voru 144 keppendur skráðir til leiks, 18 ára og yngri. Tveir 18 holu hringir voru leiknir í höggleikskeppni og komust 64 efstu í holukeppni. Perla Sól lék samtals á 1 höggi undir pari á fyrstu tveimur keppnisdögunum og komst því auðveldlega áfram í 64 manna úrslit keppninnar.
Leikið er tveimur keppnisvöllum. Ganton-völlurinn er par 71 og Fulford völlurinn er par 72.
Mótið á sér langa sögu en fyrst var keppt árið 1919 og á þessu móti keppa aðeins sterkustu áhugakylfingar 18 ára og yngri.
Hægt er að fylgjast með skori og stöðu úr mótinu hér
Við óskum Perlu Sól alls hins besta á vellinum í Englandi.
Golflklúbbur Reykjavíkur