Perla Sól og Andrea Bergsdóttir á Evrópumóti einstaklinga í Svíþjóð

Perla Sól Sigurbrandsdóttir úr GR og Andrea Bergsdóttir úr GKG eru á meðal keppenda á Evrópumóti einstaklinga sem hófst í Svíþjóð í gær og stendur yfir fram á laugardag, 29. júlí. Mótið fer fram á Tegelberga vellinum á Skáni en völlurinn er rétt við borgina Trelleborg. Alls taka 144 keppendur þátt og er keppendahópurinn skipaður bestu leikmönnum Evrópu í flokki áhugamanna.

Keppnisfyrirkomulagið er höggleikur og verða leiknar 72 holur, 18 holur á dag á fjórum keppnisdögum. Niðurskurður er eftir þriðja keppnisdaginn þar sem að 60 efstu keppendurnir komast áfram á lokahringinn.

Hér má fylgjast með skori og stöðu keppenda í mótinu

Við óskum þeim Perlu og Andreu alls hins besta Evrópumóti.

Golfklúbbur Reykjavíkur