Golfsamband Íslands hefur valið kylfinga ársins 2022, það eru þau Perla Sól Sigurbrandsdóttir, Golfklúbbi Reykjavíkur og Guðmundur Ágúst Kristjánsson úr Golfklúbbi Kópavogs og Garðabæjar.
Þetta er í 25. skipti þar sem tveir einstaklingar eru valdir sem kylfingar ársins hjá GSÍ, kona og karl. Þetta er í fyrsta sinn sem Perla Sól fær þessa viðurkenningu og í þriðja sinn sem Guðmundur Ágúst er kylfingur ársins.
Árið 1973 var fyrsta kjörið hjá GSÍ á kylfingi ársins en frá árinu 1998 hefur karl og kona verið valin sem kylfingar ársins.
Birgir Leifur Hafþórsson hefur oftast verið kjörinn kylfingur ársins í karlaflokki eða alls 11 sinnum. Ólafía Þórunn Kristinsdóttir er sú sem oftast hefur fengið þessa viðurkenningu hjá konunum eða alls sex sinnum.
Sjá frétt Golfsambandsins á golf.is
Við óskum Perlu Sól og Guðmundi Ágústi til að hamingju með titilinn.
Golfklúbbur Reykjavíkur