Perla Sól og Guðmundur Ágúst kylfingar ársins

Golfsamband Íslands hefur valið kylfinga ársins 2022, það eru þau Perla Sól Sigurbrandsdóttir, Golfklúbbi Reykjavíkur og Guðmundur Ágúst Kristjánsson úr Golfklúbbi Kópavogs og Garðabæjar.

Þetta er í 25. skipti þar sem tveir einstaklingar eru valdir sem kylfingar ársins hjá GSÍ, kona og karl. Þetta er í fyrsta sinn sem Perla Sól fær þessa viðurkenningu og í þriðja sinn sem Guðmundur Ágúst er kylfingur ársins.

Árið 1973 var fyrsta kjörið hjá GSÍ á kylfingi ársins en frá árinu 1998 hefur karl og kona verið valin sem kylfingar ársins.

Birgir Leifur Hafþórsson hefur oftast verið kjörinn kylfingur ársins í karlaflokki eða alls 11 sinnum. Ólafía Þórunn Kristinsdóttir er sú sem oftast hefur fengið þessa viðurkenningu hjá konunum eða alls sex sinnum.

Sjá frétt Golfsambandsins á golf.is

Við óskum Perlu Sól og Guðmundi Ágústi til að hamingju með titilinn.

Golfklúbbur Reykjavíkur