Perla Sól og Gunnlaugur Árni tóku þátt á Orange Bowl unglingamóti

Perla Sól Sigurbrandsdóttir úr GR og Gunnlaugur Árni úr GKG  voru meðal þátttakenda á The Junior Orange Bowl unglingamótinu sem haldið var í Flórída í Bandaríkjunum í síðustu viku. Keppt er í mörgum íþróttagreinum í ýmsum aldursflokkum á þessu móti og er golfmótið boðsmót þar sem að margir af bestu kylfingum Bandaríkjanna í unglingaflokki er boðið til leiks ásamt alþjóðlegum landsmeisturum víðsvegar um heiminn.

Perla Sól lauk leik jöfn í 8.sæti, á lokahringnum fékk hún 15 pör og 3 skolla á hringnum og lék hringina fjóra á 75-74-75-74 eða á samtals 14 höggum yfir pari. Anna Davis frá Bandaríkjunum sigraði stúlknaflokki en hún lauk leik á pari.

Gunnlaugur Árni varð jafn í 25.sæti en hann lauk leik á samtals 12 höggum yfir pari, hann lék hringina fjóra á 75-74-75-72. Jay Brooks frá Bandaríkjunum sigraði í drengjaflokkinn á 8 höggum undir pari.

Úrslit úr mótinu má sjá hér

Flottur árangur hjá þessum efnilegu kylfingum!

Golfklúbbur Reykjavíkur