Perla Sól Sigurbrandsdóttir Íslandsmeistari í golfi 2022

Íslandsmótinu í golfi 2022 lauk í Vestmanneyjum í dag 7. ágúst en mótið hófst fimmtudaginn 4. ágúst.

Perla Sól Sigurbrandsdóttir, GR og Kristján Þór Einarsson, GM eru Íslandsmeistarar í golfi 2022. Þetta er í fyrsta sinn sem hin 15 ára Perla Sól fagnar þessum titli og í annað sinn sem Kristján Þór sigrar á Íslandsmótinu – en hann sigraði árið 2008 þegar mótið fór einnig fram í Vestmannaeyjum.

Mótsstjórn tók þá ákvörðun síðdegis að fella niður lokaumferðina þar sem að Vestmannaeyjavöllur var óleikfær vegna úrkomu. Gert var hlé á keppni í dag vegna veðurs en gríðarleg úrkoma setti keppnishaldið úr skorðum og tekin var sú ákvörðun að fella niður lokaumferðina.

Hér má sjá skor og stöðu úr Íslandsmóti

Gríðarlega flottur árangur hjá okkar konu og óskum við nýkrýndum Íslandsmeisturum innilega til hamingju með titilinn!

Golfklúbbur Reykjavíkur