Perla Sól stigameistari í flokki 15-16 ára

Perla Sól Sigurbrandsdóttir úr Golfklúbbi Reykjavíkur er stigameistari 2022 á unglingamótaröð GSÍ í flokki 15-16 ára. Önnur á stigalista varð Fjóla Margrét Viðarsdóttir úr Golfklúbbi Suðurnesja önnur og Auður Bergrún Snorradóttir úr Golfklúbbi Mosfellsbæjar sú þriðja.

Perla Sól tók þátt á fjórum mótum af alls fimm og sigraði hún í öll fjögur skiptin. Hún varð Íslandsmeistari í höggleik og er þetta fimmta árið í röð sem Perla Sól sigrar á Íslandsmótinu í höggleik í sínum aldursflokki.

Fjóla Margrét sigraði á einu móti á tímabilinu, Íslandsmótinu í holukeppni. Hún varð tvívegis í þriðja sæti og einu sinni í því fjórða. Hún tók þátt á fjórum mótum af alls fimm.

Auður Bergrún tók þátt á öllum fimm mótum tímabilsins. Hún lék til úrslita um Íslandsmeistaratitilinn í holukeppni gegn Fjólu Margréti. Auður Bergrún varð tvívegis í öðru sæti á tímabilinu og tvívegis í því fimmta.

Stigalistann í heild sinni má sjá hér

Við óskum Perlu Sól innilega til hamingju með stigameistaratitilinn!
Golfklúbbur Reykjavíkur