Næstkomandi laugardag 1. febrúar milli kl. 14 og 16 verður púttæfing í boði kvennanefndar GR á innipúttvellinum á Korpúlfsstöðum. Við skiptum kennslunni upp í 2 holl, milli 14-15 og 15-16.
Margeir Vilhjálmsson PGA golfkennari ætlar að fara yfir ýmsa grunnþætti í púttunum og kenna okkur æfingar svo við getum bætt árangur okkar í púttmótunum sem nú fara fram á þriðjudögum.
Allar GR konur eru velkomnar á Korpúlfsstaði á laugardaginn. Frítt fyrir þátttakendur í púttmótaröð golfa.is og GR kvenna en aðrar konur greiða 1.000 kr
Skráning er nauðsynleg, takmörkuð pláss í boði. Skráning fer fram hér https://forms.office.com/e/2RMrByFtPU
Hlökkum til að sjá ykkur.