Púttmótaröðinni lauk 25. febrúar þegar 10 efstu konur púttuðu úrslitahring og með skemmtilegu lokahófi þar sem mættu um 140 konur. Púttmótaröðin er fjölmennasta mót kvennastarfsins, 218 konur voru skráðar í ár sem er met.
Kvennanefndin hefur það þannig að eftir 6 umferðir þar sem 4 bestu hringirnir gilda þá pútta 10 efstu konurnar loka úrslitahring. Það reynir á að pútta vel undir slíkri pressu en okkur finnst þetta skemmtilegt og munum halda þessu áfram.
Úrslit í einstaklingskeppni fóru svona:
Úrslit voru eftirfarandi:
1. sæti – Gunnþórunn Geirsdóttir
2. sæti – Lára Eymundsdóttir
3. sæti – Ingunn Steinþórsdóttir

Liðakeppnin var ný hjá okkur í ár og við munum klárlega hafa hana aftur á næsta ári. Þátttaka fór fram úr okkar björtustu vonum og mikil ánægja með þetta fyrirkomulag.
Liðakeppnin fór svona:
1. sæti -Stubbarnir (Sandra, Lára, Ingunn og Kristín)
2. sæti – Dívur 1 (Halldóra, Laufhildur, Gunnþórunn og Kristín)
3. sæti – Holan (Ólöf, Guðrún Más, Ragnhildur og Hafdís)


Við viljum þakka Katrínu í golfa.is fyrir að styrkja púttmótaröðina núna þriðja árið í röð. Algjör draumur að fá svona flottan styrktaraðila. Eins og sást á tískusýningunni í lokahófinu þá er margt fallegt til í golfa.is, loka dagar útsölunnar í gangi og svo var að koma stór sending með fallegum vorvörum. Opnunartíma má sjá á Facebook síðu golfa.is
Við þökkum Dóra fyrir að koma vikulega og setja um nýjan púttvöll fyrir okkur og aðra aðstoð.


Kvennanefndin þakkar fyrir sig og bendir á Facebook síðu sína GR konur og e-mail grkvennanefnd@gmail.com
og það er hægt að senda póst og óska eftir að komast á póstlista svo ekkert fari framhjá ykkur í starfi GR kvenna.