Púttmótaröð GR kvenna 2022 – fjórða og síðasta umferðin leikin í kvöld

Fjórða og síðasta umferðin í Púttmótaröð GR kvenna verður leikin í kvöld. Staðan er heldur betur jöfn og verður spennandi að sjá hver úrslitin verða. Sandra Margrét Björgvinsdóttir og Sigríður M. Kristjánsdóttir eru jafnar í fyrsta sæti með 58 högg og fast á eftir þeim fylgja nokkrar konur á 59 höggum.

Það hefur verið vel mætt á síðustu vikum, 92 konur mættu til leiks í síðustu viku og vonum við að sjá sem flestar mæta og taka þátt með okkur í kvöld. Húsið opnar kl. 17:00 og stendur keppnin yfir til kl. 20:00, að pútti loknu mun svo verðlaunaafhending fara fram.

Púttmótaröð GR kvenna er leikin í samstarfi við verslunina Mathilda Kringlunni sem selur vandaðan kvenfatnað.

Í meðfylgjandi skjali má sjá hver staðan er fyrir lokaumferð:
Pútt staðan eftir 3 kvöld.pdf

Hlökkum til að sjá ykkur í kvöld!

Kveðja,
Kvennanefnd