Púttmótaröð GR kvenna 2022 – í samstarfi við Mathilda

Sælar kæru GR konur og gleðilegt golfár!

Það er loksins komið að Púttmótaröð GR kvenna, mótaröðin í ár er unnin í samstarfi við verslunina Mathilda í Kringlunni

Í ár verða leiknar fjórar umferðir og hefst sú fyrsta næstkomandi þriðjudag, 8. mars – dagsetningar sem leikið verður á eru eftirfarandi:

  • 8.mars
  • 15.mars
  • 22.mars
  • 29.mars

Spilaðir verða tveir hringir í hverri umferð þar sem sá betri telur, veitt eru verðlaun fyrir þrjú efstu sætin.

Mótsgjald fyrir þátttöku er kr. 1.000 og greiðist þátttökugjald fyrir fyrsta mótskvöld.

Vinsamlega leggið þátttökugjaldið inn á reikning nr. 0528-14-405227 kt. 0705713319 (Sigríður Oddný Marinósdóttir) – ATH – við tökum ekki við peningum.

Húsið opnar kl. 17.00 og við áætlum að loka húsinu kl. 20:00, konur mæta þegar þeim hentar á þeim tíma.

Við hvetjum allar GR konur til að dusta rykið af pútternum og mæta í Korpuna á þriðjudagskvöldum fram á vor til að koma púttunum í gang fyrir sumarið og efla félagsandann.

Hér má finna facebook síðu Mathilda

Hlökkum til að sjá ykkur í púttinu á þriðjudag!

Kvennanefnd GR