Púttmótaröð GR kvenna 2022 – þriðja umferð leikin í kvöld

Tvær umferðir eru nú búnar í Púttmótaröð GR kvenna og verður sú þriðja leikin í kvöld.

Það voru 98 konur sem mættu til leiks í fyrstu umferð og í annari fjölgaði þeim í 102. Eftir tvær umferðir er það Sigríður M. Kristjánsdóttir sem er í fyrsta sæti með 58 högg en Sandra M. Björgvinsdóttir fylgir henni fast á eftir á 59 höggum svo keppnin gæti ekki verið meira spennandi.

Púttmótaröðin er leikin í samstarfi við verslunina Mathilda Kringlunni sem selur vandaðan kvenfatnað.

Í meðfylgjandi skjali má sjá stöðuna eftir tvær umferðir:
Pútt staðan eftir 2 kvöld.pdf

Hlökkum til að sjá ykkur mæta sprækar til leiks í dag kl. 17:00.

Kveðja,
Kvennanefnd